Aragónít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Aragónít

Aragónít með sömu efnasamsetningu og kalsít. Nafnið dregur af héraðinu Aragon á Spáni.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Geislar grófari en hjá zeólítum og sjást í þversprungum. Þegar það er ferskt þá er það glært og glergljáandi. Finnst veðrað, gráleitt og gljái daufur.

  • Efnasamsetning: CaCO3
  • Kristalgerð: rombísk
  • Harka: 3½-4
  • Eðlisþyngd: 2,95
  • Kleyfni: greinileg

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Finnst allvíða á Íslandi, þá aðallega á háhitasvæðum. Holufylling í storkubergi, þá aðallega í andesíti og basalti. Óstöðugt við venjulegan hita og þrýsting.

Þegar aragónít er hitað upp í 400 °C án auka þrýstings, þá umbreytist það í kalsít.

Algengt í skeljum sjávardýra.

Til er hvítt afbrigði af aragóníti sem kallast járnblóm. Útlitið líkist kóralgróðri en ekkert járn finnst í því, þó að það myndst við veðrun járnsambanda.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2