Fara í innihald

Sun Wukong

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Apakóngur)
Teikning af Apakónginum frá 19. öld.

Sun Wukong, einnig þekktur sem Apakóngurinn, er kínverskur hrekkjalómsguð en goðsagan um hann birtist fyrst í ævintýraskáldsögunni Vesturferðin frá tíma Songveldisins. Sagan fjallar um búddamunkinn Tang Sanzang sem ferðast frá heimahögum sínum í Suður Kína til Indlands til að ná í heilaga texta handa heimamönnum sínum í Kína. En Wukong er öryggisvörður munksins í ferðinni, eftir að Sanzang frelsaði hann undan 500 ára tilvist undir fjalli einu.

Wukong á enga ættarsögu því hann á að hafa fæðst út úr töfrakletti á fjallinu Huaguo eftir að vindur blés á klettinn og orsakaði tilvist hans. Hann gat strax gengið og talað, en þegar hann opnaði augu sín skutust ljósgeislar frá augasteinum hans upp í himininn sem gerðu Jaðikeisaranum bilt við.

Wukong varð leiðtogi apahóps í skóginum eftir að hann stökk inn í foss einn og fann uppruna hans. Eftir það var hann kallaður Apakóngurinn og varð mikið skógargoð sem barðist m.a. við Drekakónginn og aðra sædjöfla. Í sigrunum sínum öðlaðist hann öflug vopn, m.a. gullhringabrynju sem er hans einkennistákn ásamt fönixhúfu, skýjaskó og galdrastaf.

Þegar tími kom fyrir Yan Wang, sem var konungur Helvítis, að ná í sál Wukongs þá plataði Apakóngurinn hann til að hleypa sér aftur til jarðar án þess að fara í gegnum endurholgunarferlið. En áður en hann yfirgaf helvíti þá náði Wukong að eyða nafni sínu og allra annara skógarapa úr Bók hinna lifandi og dauðu. Yan Wang leitaði því til Jaðikeisarans vegna áhyggjum sínum um að lítill api væri að setja lífið sjálft í ójafnvægi.

Jaðikeisarinn ákvað því að leyfa Apakónginum að lifa í himnaríki með hinum guðunum svo honum gæti hann fundist mikilvægur. Þegar hann kom síðan til himnaríkis var honum úthlutað lágkúrulegasta verkið, að gæta hesta Jaðikeisarans. Hann áttaði sig á því að guðirnir myndu aldrei líta á hann sem jafningja vegna þess að hann var api. Til þess að sanna sig fyrir guðunum varð hann heltekinn af hugmyndinni um ódauðleika og helgaði lífi sínu í leit að hinu ódauðlega lífi. Þegar Jaðikeisarinn hvatti hann síðan til að taka upp önnur árangursríkari verkefni þá brást Wukong illa við og sagði að slíkt myndi ekki leiða til ódauðleika.

Eitt sinn hélt Jaðikeisarinn veislu handa konu sinni, Xiwangmu, og bauð Wukong ekki. Wukong frétti af veislunni og ákvað að mæta samt þrátt fyrir að honum hafði ekki verið boðið. Allir guðirnir hlógu að honum og særði það hann mikið. Hann ákvað því að tilnefna sig Hinn mikla vitring jafnan Himnaríkis og hæddist að Jaðikeisaranum. Jaðikeisarinn móðgaðist mikið og sendi hermenn til að handtaka Wukong en án árangurs. Eftir að hafa sigrað síðasta hermanninn öskraði Wukong: Munið nafnið mitt, Hinn mikli vitringur jafn Himnaríkis. Jaðikeisarinn var því að lokum þvingaður til að viðurkenna mátt apans og gerði hann að verði ódauðleikaferskjanna hennar Xiwangmu á himnum. En þetta var ekki nóg fyrir Apakónginn sem taldi sig vera jafnan sjálfum Jaðikeisaranum. Hann horfði á hið nýja hlutverk hans á himnum sem aðra móðgun og át allar ódauðleikaferskjurnar. Jaðikeisarinn varð æfur og sendi aðra hermenn til að handtaka apann en án árangurs. Að lokum sagði hann Búdda frá því sem hafði gerst og ákvað Búdda að bannfæra apann frá himnum og festi hann undir fjalli til að hugsa um gjörðir sínar.

Nafnið Sun Wukong er samansett úr þremur kínverskum táknum, barnabarn(sun), vaknaður(wu) og rými(kong). En í þessu samhengi merkir sun api en ekki barnabarn. Nafnið á að gefa til kynna andlega vegferð frá fáfróðum, uppstökkum apa til örlátrar, uppljómaðar veru. Wukong sker sig úr meðal kínverskra guða vegna apaútlits síns. Fyrir uppljómun sína er hann sýndur sem nakinn api en eftir að hafa skuldbundið sig við Tang Sanzang þá er hann almennt sýndur í herklæðum með einkennishluti hluti sína, hringabrynju, fönixhúfu, skýjaskó og galdrastaf. Sjálfur er Wukong gífurlega líkamssterkur og býr yfir þeim hæfileika að geta breytt sér í 72 dýr og hluti.

Ekki er algengt að Sun Wukong sé tilbeðinn af Búdda og Daó tilbiðendum. Hann er samt sem áður mjög vinsæl fígúra í kínverskri menningu og er ekki einskorðaður við einhver ein trúarbrögð.

https://mythopedia.com/chinese-mythology/gods/sun-wukong/