Anton Líni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Anton Líni er tónlistarmaður frá Þingeyri en er búsettur á Akureyri.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Anton er fæddur og uppalinn á Þingeyri en missti foreldra sína í bruna þegar hann var 3 ára.[1] Þegar hann var 18 ára gamall flutti hann til Akureyrar til að stunda nám við Verkmenntaskólann á Akureyri, þar sem hann hefur búið síðan. Haustið 2018 hóf hann nám í Tónlistarskólanum Akureyri á brautinni Skapandi tónlist.

Tónlistarferillinn[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2016 gaf Anton út sitt fyrsta lag, Þú. Síðan þá hafa komið út lögin One og Feel It Too sem hann gerði með Þormóði Eiríkissyni, Ég veit og í Janúar 2019 lagið Heltekinn sem sló í gegn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Eldsvoðinn á Þingeyri: Erfitt að horfast í augu við minningarnar - Vísir“. visir.is. Sótt 24. maí 2019.