Hærusauður
Útlit
(Endurbeint frá Ammotragus)
Hærusauður | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hærusauðir
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Ammotragus lervia Pall., 1777 | ||||||||||||||||
Undirtegundir | ||||||||||||||||
A. l. angusi Rothschild, 1921 |
Hærusauður (fræðiheiti: Ammotragus lervia) er villt geitfjártegund sem lifir í Norður-Afríku.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Hærusauðir eru um 80 til 100 sm háir á herðar og um það bil 40 til 140 kg á fæti. Þeir eru ljósmórauðir (ljósbrúnir) á litinn og dökkna með aldrinum. Þá eru þeir ljósari undir kvið (nokkurs konar ljósmóbotnóttur litur); og dökkur áll liggur aftur eftir hryggnum. Undir hálsinum eru dýrin hærð og teygir þessi hárlubbi sig niður á bringu á hrútunum.
Hornin eru aftursett og hringast. Þau geta orðið allt að 50 sm löng og eru slétt; nema niðri við haus.