Alois Hitler
Útlit
Alois Hitler (7. júní 1837 – 3. janúar 1903) var faðir Adolfs Hitler, en sonur hans var einræðisherra Þýskalands á 4. og 5. áratug 20. aldar. Hann var tollheimtumaður í Braunau am Inn í Austurríki.
Alois Hitler fæddist í sveitarhéraði norðan Vínarborgar í Austurríki. Móðir hans hét Maria Anna Schicklgruber. Hún var þá ógift. Johannes Georg Hiedler var stjúpfaðir Alois og er af mörgum talinn hafa verið líffræðilegur faðir hans. Árið 1876, þá 39 ára gamall, tók Alois upp ættarnafn stjúpföður síns, sem þá hafði verið látinn í um tvo áratugi. Nafn hans var þá stafað ‚Hitler‘ en ekki ‚Hiedler‘. Óvíst er hvers vegna stafsetningu nafnsins var breytt en þýsk stafsetning var nokkuð á reiki á þessum tíma.