Allsherjarregla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Allsherjarregla er lagahugtak. Allsherjarregla er skilgreind út frá því hvernig almannahagsmunir séu túlkaðir hverju sinni.[1]

Þannig kunni breytingar á aðstæðum, t.d. við hernaðarástand eða aðrar hörmungar, breyta þeim forsendum sem stjórnvöld leggja til grundvallar við túlkun á allsherjarreglu.

Skerðing á mannréttindum á borð við málfrelsi og ferðafrelsi verður helst réttlætt með vísan í allsherjarreglu eða almannaheill - þ.e. að skerðing réttinda eins þegnanna eða hóps þegna sé réttlætanleg með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.


Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands[breyta | breyta frumkóða]

Allsherjarregla kemur fyrir á þrem stöðum í stjórnarskránni[2]

63. gr. Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.
70. gr. Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila.
Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.
73. gr. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Vísindavefurinn:Hvað er allsherjarregla, hvar er hún skilgreind og hver er það sem skilgreinir hana á hverjum tíma?“ Sótt 23. júlí 2008
  2. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, Lög frá 1944 nr. 33, Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2013. Útgáfa 142.