Fjallalaukur
Útlit
(Endurbeint frá Allium senescens)
Fjallalaukur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Allium senescens L.[1] | ||||||||||||||
Undirtegundir | ||||||||||||||
|
Fjallalaukur (fræðiheiti: Allium senescens) er tegund af laukplöntum ættuð frá Evrasíu.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Þetta er fjölær laukplanta, með allt að 30 blóm í kúlulaga blómskipun síðla sumars og verður 8 til 40 sm á hæð. Blöðin eru mjó og bandlaga.
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Tvær undirtegundir hafa verið skráðar:[2]
- Allium senescens subsp. glaucum
- Allium senescens subsp. senescens
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Allium senescens er ættaður frá norður Evrópu og Asíu, frá Síberíu til Kóreu. Hann hefur verið fluttur til og orðinn ílendur í hlutum Evrópu, Þar á meðal Tékklandi og fyrrum Jógóslavíu.[3]
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Allium senescens er ræktaður til skrauts og sem erfðasjóður fyrir A. cepa (matarlaukur), vegna skyldleika þeirra.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Allium senescens was first described and published in Species Plantarum 1: 299-300. 1753. „Name - Allium senescens L.“. Tropicos. Saint Louis, Missouri: Missouri Botanical Garden. Sótt 22. maí 2011.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 "Allium senescens". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).[óvirkur tengill]
- ↑ „Allium senescens“. World Checklist of Selected Plant Families. Royal Botanic Gardens, Kew. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. október 2017. Sótt 24. október 2017.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fjallalaukur.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Allium senescens.