Alin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Alin er mælieining sem miðast við líkamann frá olnboga fram á fingurgóma

Alin[1] eða öln[2] er forn mælieining. Alin er mismunandi eftir löndum og tímabilum innan hvers lands. Upphafleg lengdareining á Íslandi var lögalin sem var 19 danskir þumlungar eða um 48 sentimetrar að lengd. Í byrjun sextándu aldar var tekin Hamborgaralin sem var 22 þumlungar eða um 57,8 sentimetrar að lengd, en árið 1776 var dönsk alin löggilt hér á landi með konunglegri tilskipun. Var hún 24 þumlungar eða 62,8 sentimetrar að lengd.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
  2. Um hina fornu íslensku alin; grein í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1910

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.