Fara í innihald

Al-Shabaab (skæruliðasamtök)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
200 liðsmenn Al-Shabaab gefast upp fyrir friðargæsluliði Afríkubandalagsins í september 2012.

Harakat al-Shabaab al-Mujahideen (arabíska: حركة الشباب المجاهدين) er súnní íslamskur hryðjuverkahópur í Sómalíu. Hópurinn er þátttakandi í borgarastyrjöldinni í Sómalíu og aðhyllist blöndu af sómalskri þjóðernishyggju og íslamisma. Frá 2012 hefur hópurinn svarið Al-Kaída hollustu og er grunaður um tengsl við Al-Kaída í Magreb og Al-Kaída á Arabíuskaga.

Hópurinn varð til árið 2000 sem herská æskulýðsfylking á vegum Íslömsku dómstólanna og vakti fyrst athygli fyrir vopnaða andspyrnu gegn innrás og hersetu Eþíópíumanna frá 2006 til 2009. Á milli 2011 og 2013 hröktu herir ýmissa Austur-Afríkuríkja sveitir Al-Shabaab frá Mógadisjú og öðrum borgum landsins. Eftir það hefur hópurinn stundað skæruhernað og hryðjuverk frá suðurhluta Sómalíu. Alræmdustu aðgerðirnar voru árásin á Westgate-verslunarmiðstöðina í Keníu 2013 og sprengjuárásirnar á Mógadisjú 14. október 2017.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.