Fara í innihald

Alþjóða Samfrímúrarareglan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
logo le droit humain

Alþjóða samfrímúrarareglan Le Droit Humain er alþjóðleg frímúrararegla þar sem meðlimir geta verið bæði karlmenn og konur óháð þjóðerni eða trúfélagi.

Höfuðstöðvar reglunnar eru í París þar sem það var stofnað árið 1893 af Georges Martin og Maria Deraismes.

Reglan er byggð á fornum hefðum frímúrarareglunnar og notar frímúrarasiði og táknfræði sem verkfæri í leitinni að sannleikanum. Markmið reglunnar er „að sameina karla og konur sem eru sammála um húmaníska andlegan veruleika og á sama tíma virðir einstaklings- og menningarmun“.

Ólíkt öðrum frímúrarareglum sem starfa í lögsögu ríkja er „Le Droit Humain“ alþjóðlegt bræðralag með mörg sambönd og lögsögur um allan heim, sem hvert um sig starfar samkvæmt Scottish Rite frá 1. til 33. gráðu. Æðsta ráðið, sem hefur höfuðstöðvar sínar í París, stjórnar reglunni. Innan alþjóðastjórnarskrárinnar hafa aðildarsamböndin þó sjálfstjórnarrétt.

Le Droit Humain hefur um 32.000 meðlimi í yfir 60 löndum um allan heim og í öllum heimsálfum.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Organization | Ordre Maçonnique Mixte International Le Droit Humain“. Ordre Maçonnique Mixte International le Droit Humain. Sótt 14. júní 2021.