Fara í innihald

Alþýðuviðtökutækið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Viðtökutæki af gerðinni VE301.

Alþýðuviðtökutækið (þýska: Volksempfänge)var þýskt útvarpsviðtökutæki sem var framleitt á fjórða og fimmta áratugnum.

Við upphaf fjórða áratugarins í Þýskalandi hafði einungis fólk í vel launuðum störfum efni á að kaupa útvarpsviðtökutæki. Með alþýðuviðtökutækinu var hugmyndin sú, að nota aðferðir fjöldaframleiðslunnar til að lækka verðið á útvarpsviðtökutækjum til að meðlimir millistéttar og verkamannastéttar hefðu ráð á að kaupa slík tæki. Til að ná þessu markmiði voru aðferðir fjöldaframleiðslunnar nýttar, sem höfðu verið þróaðar í BNA af Henry Ford í bílaiðnaði.