Akkeron

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Akkeron er undirheimafljót í grísku goðafræðinni. Handan þess er gullrótarengið, þar sem skuggar hinna framliðnu eru á reiki.

Akkeron er eitt þriggja fljóta í undirheimum. Önnur eru: Styx, Kokytos (tárafljót) og Pyriflegeþon (eldfljót). Mætast Kokytos og Pyriflegeþon, falla loks í Akkeron og mynda öll óskaplegan dunandi flaum. Síðar hugsuðu menn sér, að Akkeron myndaði takmörk undirheima.

Akkeron er stundum haft um Hades, dauðaheima. Virgill hefur Akkeron í þeirri merkingu þegar hann minnist á fljótið í VI. Bók Eneasarkviðu, línu 312 og eru fræg orð: flectere si nequeo superos, Acheronta movebo eða „Geti ég ekki breytt vilja guðanna, þá hreyfi ég við Akkeron“.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.