Ahmaud Arbery
Útlit
Ahmaud Arbery (8. maí 1994 – 23. febrúar 2020) var svartur maður sem var myrtur af 3 hvítum mönnum í Brunswick, Georgíu þegar hann var úti að hlaupa.[1][2] Hann hafði gengið inn á byggingarsvæði og þegar feðgarnir Gregory McMichael og Travis McMichael sáu það gripu þeir til vopna og eltu hann uppi á bíl ásamt nágranna þeirra, William Bryan sem var í öðrum bíl. Eftir að bíll feðgana tók fram úr Arbery stökk Travis út vopnaður byssu. Arbery greip í byssuna og þeir börðust um hana en Travis náði yfirhöndinni og skaut hann til bana. Allir mennirnir voru sakfelldir fyrir morð og dæmdir í lífstíðarfangelsi.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 'Rest in power:' Arbery's killers guilty on all federal hate-crimes charges Geymt 28 febrúar 2022 í Wayback Machine. Reuters, 22. febrúar 2022
- ↑ Cop told hate crime defendants no evidence of Arbery stealing Geymt 28 febrúar 2022 í Wayback Machine. PBS NewsHour, 22. febrúar 2022