Adama Traoré
Útlit
(Endurbeint frá Adama Traore)
Adama Traoré Diarra (fæddur 25. janúar 1996) er spænskur knattspyrnumaður sem spilar sem kantmaður með Wolves í ensku úrvalsdeildinni og spænska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Traoré hóf ferilinn sinn með Barcelona, hann var 17 ára þegar hann þreytti frumraun sína með liðinu.
Hann er þekktur fyrir mikinn hraða og vöðvastæltan líkama. Í leikjum smyr hann sig barnaolíu á handleggina til að koma í veg fyrir að andstæðingar hans grípi í hendur hans.
Traoré spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Spán í október 2020. Hann fæddist á Spáni en foreldrar hans fluttu þaðan frá Malí.