ASCII

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

ASCII (borið fram „askí“), skammstöfun fyrir American Standard Code for Information Interchange, er stafalykill fyrir rafræn samskipti. Fyrsta útgáfa staðalsins var gefin út af Bandaríska staðlaráðinu 1963 með 7 bita lykla fyrir 26 bókstafi enska stafrófsins, bæði hástafi og lágstafi, og önnur rittákn. Lykillinn byggðist á ritsímalykli og var upphaflega notaður í símrita en síðan tekinn upp í tölvur. Hann var endurskoðaður nokkrum sinnum til 1987 þegar nýr 8-bita stafalykill, ISO 8859-1, var gefinn út. ASCII var samt algengasti stafalykillinn á Internetinu til 2007 þegar UTF-8 varð algengari. UTF-lyklarnir eru samhæfðir við ASCII og ISO 8859-1.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.