Aðventukrans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kaþólskur aðventukrans.

Aðventukrans er krans gerður úr greni greinum með fjórum kertum sem komið er fyrir á hring, en litið er svo á að hið sígræna greni tákni lífið í Kristi og hringurinn er tákn eilífðinnar. Kertin eru fyrir hvern sunnudag í aðventunni og kveikt er á þeim á þeim dögum þannig að fyrsta sunnudag í aðventu er kveikt á fyrsta kertinu, annan sunnudag í aðventu á fyrsta og öðru kertinu og svo framvegis. Með árunum hefur þó fjölbreytni í skreytingum kransana aukist og orðið frjálslegri svo jafnvel er greninu sleppt eða kertin fjögur höfð í röð frekar en hring.

Dæmi um nútímaútfærslu aðventukrans þar sem greninu hefur verið slept en annað skraut notað í staðin.

Uppruni[breyta | breyta frumkóða]

Aðventukransar eru algengir í kristnum]] löndum bæði í kirkjum]] og á heimilum. Hugsanlega hafa þeir verið til allt frá því á miðöldum en nútímaaðventukransar hafa breiðst út frá Þýskalandi frá því seint á 19. öld. Í Austurkirkjunni eru stundum notaðir aðventukransar með sex kertum þar sem aðventan hjá þeim er lengri en í Vesturkirkjunni.

Til Íslands barst kransinn frá Danmörk og í upphafi aðalega notaður til að skreytinga í búðargluggum á milli 1960 og 1970 en smámsaman fór hann að vera notaður á heimilum og er orðin nánast ómissandi á hverju heimili sem partur af aðventunni.

Merking kertanna[breyta | breyta frumkóða]

Hvert kerti hefur verið nefnt sínu nafni og það fyrsta kallað spádómakertið, sem á að minna á spádóminn í Gamla testamentinu um komu frelsarans. Annað kertið er kallað Betlehemskertið og vísar til fæðingarborgar krists. Þriðja kertið er kallað hirðakertið eftir hirðingjaunum sem fréttu fyrstir af fæðingu Jesús og fluttu af því fréttir. Fjórða kertið er kallað englakertið sem á að minna á þá sem báru fregnirnar fyrstir til mannanna um fæðinguna og hver þar væri fæddur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  • „Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 11.11.2012).