Fara í innihald

Aðgerðagreining

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aðgerðagreining er ákveðin grein af hagnýttri stærðfræði sem notar stærðfræðileg líkön, tölfræði og reiknirit til þess að finna bestu lausn eða góða lausn á erfiðum vandamálum; til dæmis að finna stystu akstursleið eða lágmarka biðtíma viðskiptavina. Aðgerðagreining er vísindaleg aðferð sem stjórnendur geta notað til þess að ná markmiðum sínum.

Yfirlit[breyta | breyta frumkóða]

Aðgerðagreining er oft nefnd í sambandi við bestun þó að í sumum viðfangsefnum aðgerðagreiningar séu ekki til þekktar aðferðir til að finna bestu lausn. Aðgerðagreining er nátengd iðnaðarverkfræði og iðnaðarverkfræðingar líta á aðgerðagreiningu sem mikilvægan hluta af sinni hæfni.

Þær helstu og mikilvægustu aðferðir sem eru notaðar í aðgerðagreiningu eru tölfræði, bestun, líkindafræði, biðraðafræði, leikjafræði, myndgreining, ákvarðana greining og hermun. Vegna flókinna útreikninga sem aðgerðagreiningin krefst hefur aðgerðagreining einnig sterk bönd við tölvunarfræði og þeir sem vinna við aðgerðagreiningu nota bæði sérhönnuð forrit og hilluforrit.

Helsta einkenni aðgerðagreiningar er að leitast við að meta skipulagsheildina í stað þess að einblína á ákveðna hluta hennar (þó það sé oft gert líka). Sá sem notast við aðgerðagreiningu við lausn nýs vandamáls þarf að ákvarða hvaða aðferð er mest viðeigandi að nota út frá eðli kerfisins, markmiði verkefnisins og tímaskorður og tölvugetu (computer power). Af þessari ástæðu er mannlegi þátturinn í aðgerðagreiningu mjög mikilvægur.

Notkun aðgerðagreiningar[breyta | breyta frumkóða]

Dæmi um starfsemi þar sem notuð er aðferðafræði aðgerðagreiningar eru:

 • Greining á krítískri leið og verkefnaskipulagning: finna þá verkþætti í flóknu verkefni sem eru krítískir t.d. verkþætti sem hafa veruleg áhrif á hversu langan tíma það tekur að klára verkið
 • Hönnun á uppröðun tækja í verksmiðju svo flæði efnis um verksmiðjuna verði sem hagkvæmast
 • Hönnun á símanetverkum þar sem miðað er að lágum kostnaði en jafnframt að tryggja ákveðið þjónustustig eða gæði, t.d. ef ákveðnar tengingar skemmast eða eru mikið notaðar
 • Umferðarskipulagning
 • Ákvörðun bestu leiðar í akstri t.d. ákvarða leiðarkerfi fyrir skólarútur sem lágmarkar fjölda rúta sem þarf að nota
 • Hönnun tölvuflaga til að minnka framleiðslu tíma (og þar með framleiðslukostnað)
 • Hönnun á flæði hráefnis og vara í birgðakeðju þar sem óvissa er um eftrispurn á lokaafurðinni
 • Hönnun á sjálfvirkum verkferlum
 • Hnattvæðing á ferlum með það fyrir augum að notfæra sér ódýrara hráefni, vinnuafl, land eða annað sem þarf í ferlið
 • Skipulagning á vöruflutningum og útburðarkerfum
 • Áætlanagerð:
  • mönnun
  • framleiðslu skref
  • verkþættir
 • Lágmörkun á biðröðum
 • Skipulagning íþróttaviðburða og sjónvarpsútsendinga
 • Blöndun hráefna í olíuhreinsistöð
 • Ákvörðun á besta verði vara í smásöluverslunum

Samtök og fagleg tímarit[breyta | breyta frumkóða]

Samtök

Mörg samtök eru starfrækt sem hafa aðgerðagreiningu sem viðfangsefni.

The International Federation of Operational Research Societies eru regnhlífarsamtök fyrir aðgerðagreiningu á alþjóðavísu. Samtök innan vébanda þeirra sem vert er að benda á eru:

 • Institute for Operations Research and the Management Sciences (INFORMS)
 • The Operational Research Society
 • EURO eru aðgerðagreiningasamtök starfrækt í Evrópu
 • CORS eru kanadísk samtök um aðgerðagreiningu
 • ASOR eru áströlsk samtök um aðgerðagreiningu
 • MORS eru samtök um aðgerðagreiningu í hernaði
 • ORSNZ eru aðgrerðagreiningasamtök í Nýja Sjálandi
 • ORSP eru aðgerðagreiningasamtök í Filipseyjum
 • ORSI eru aðgerðagreiningasamtök á Indlandi
 • ORSSA eru aðgerðagreiningasamtök í Suður Afríku
Fagleg tímarit
 • Decision Analysis
 • Information Systems Research
 • INFORMS Journal on Computing
 • INFORMS Transactions on Education (opið aðgengi á netinu)
 • Interfaces
 • Management Science
 • Manufacturing & Service Operations Management
 • Marketing Science
 • Mathematics of Operations Research
 • Operations Research
 • Organization Science
 • Transportation Science
 • European Journal of Operational Research
 • INFOR Journal: published and sponsored by the Canadian Operational Research Society
 • Journal of Defense Modeling and Simulation (JDMS)
 • Journal of the Operational Research Society (JORS)
 • Journal of Simulation (JOS)
 • Military Operations Research (MOR)
 • Opsearch
 • OR Insight

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Operational Research“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. febrúar 2009.