Fara í innihald

Aðferðalýsing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aðferðalýsing eða prótókoll er lýsing á rannsókn þar sem farið er yfir rannsóknarspurningu, aðferðafræði, þátttakendur, tegund gagna, staðlaðar verklagsreglur við framkvæmd rannsóknar, siðferðileg úrlausnarefni; notkun, varðveislu og eyðingu gagna; ábyrgðarhlutverk og tímamörk.

Aðferðalýsing er nauðsynlegur hluti af undirbúningi rannsókna sem fela í sér notkun á dýrum eða tímafrekum úrræðum, og sérhæfðum rannsóknartækjum. Aðferðalýsingin á að tryggja að rannsóknin skili niðurstöðum sem svari rannsóknarspurningunni. Hún á að koma í veg fyrir söfnun gagna án augljóss vísindalegs ávinnings.

Margar rannsóknarstofnanir gefa út stöðluð eyðublöð fyrir gerð aðferðalýsinga.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.