Aðfarargerð
Útlit
Aðfarargerð, oftast kölluð aðför, er lögfræðilegt hugtak, sem felst í fullnustu skyldu eða samnings með aðstoð sýslumanns, þegar aðili gerir slíkt ekki sjálfviljugur. Sá sem krefst aðfarar kallast gerðarbeiðandi en sá sem aðför beinist að kallast gerðarþoli. Þegar aðför snýst um að gerðarþoli efni skyldu um greiðslu fjármuna þá nefnist hún fjárnám, innsetning ef hún snýr að því gerðarþoli afhendi tiltekinn hlut eða útburður ef gerðarþoli á að víkja af fasteign.
Til þess að aðfarargerð geti farið fram þarf aðfararheimild en hún er oftast veitt með dómi eða sótt í skuldabréf eða önnur áþekk skjöl sem fela í sér heimild til aðfarar án dóms.