2. árþúsundið f.Kr.
Útlit
2. árþúsundið f.Kr. er í gregoríska tímatalinu tímabilið sem hófst við upphaf ársins 2000 f.Kr. og stóð til loka ársins 1001 f.Kr.
Á þessum tíma stóð bronsöld sem hæst í Mið-Austurlöndum. Indóíranir sóttu út á Írönsku hásléttuna og suður Indlandsskaga. Notkun þeirra á stríðsvögnum olli byltingu í hernaði. Undir lok árþúsundsins varð bronsaldarhrunið og upphaf járnaldar.
Aldir og áratugir
[breyta | breyta frumkóða]