10 sekúndna múrinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Með 10 sekúndna múrnum er venjulega átt við það þegar hlaupið er undir 10 sekúndum í 100 metra hlaupi.

Fyrstur til að brjóta múrinn var hinn bandaríski Jim Hines 1968. Í dag hafa 145 brotið múrinn.

Engin kona hefur hlaupið 100 metrana undir 10 sekúndum, heimsmet kvenna í 100 metra hlaupi er 10,49 frá 1988, metið á Florence Griffith-Joyner.

Íslandsmetið í 100 metra hlaupi er 10,51 sekúndur, það hljóp Ari Bragi Kárason árið 2017.