Heron frá Alexandríu
Útlit
(Endurbeint frá Ήρων ο Αλεξανδρεύς)
Heron frá Alexandríu (10 – 70 e.Kr.) (gríska: Ήρων ο Αλεξανδρεύς) var forngrískur stærðfræðingur og uppfinningamaður og sagður vera einn helsti „tilraunamaðurinn“ í fornöld. Hann er þekktastur fyrir að hafa fundið upp gufuknúna vél, eimsnælduna (aeolopile) og vindvél sína, sem er nokkurs konar fyrirrennari vindmyllunnar.
Í alfræðiritum Herons er lýst fjölmörgum uppfinningum sem hann gerði, þeirra á meðal eru slökkvivél (dæla), dragpípa, sjálfsali, vatnsorgan, leiðarmælir, stórvirkar vígvélar og loks gufuvélin, hin fyrsta í heiminum.