Fara í innihald

Þriðju flokkar í Bandaríkjunum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Í Bandaríkjunum ríkir tveggja flokka kerfi en Demókrataflokkurinn og Repúblikanaflokkurinn eru allsráðandi í Bandarískum stjórnmálum. Engu að síður eru alltaf fleiri flokkar á kjörseðlinum en það heyrir til undantekninga að þeir nái árangri. Það hefur aldrei gerst að forsetaframbjóðandi utan stóru flokkanna tveggja sé kjörinn forseti Bandaríkjanna en það hefur einstaka sinnum gerst í sögunni að forsetaframbjóðandi utan stóru flokkanna tveggja vinni kjörmenn í kosningum. Það hefur að vísu einu sinni gerst að forsetaframbjóðandi utan stóru flokkanna tveggja vann nógu marga kjörmenn til að koma í veg fyrir að annarhvor forsetaframbjóðandi stóru flokkanna tveggja gat unnið meirihluta kjörmanna í forsetakosningum. Það hefur hins vegar nokkrum sinnum gerst að frambjóðandi utan stóru flokkanna tveggja sé kjörinn á Bandaríkjaþing, sem ríkisstjóri eða borgarstjóri eða á ríkisþing eða sveitarstjórnir[1]. Langalgengast er að þriðji frambjóðandi sem nær kjöri sé tengdur öðrum hvorum stóru flokkanna eða báðum.

  1. „Hvers vegna eru bara tveir stjórnmálaflokkar í Bandaríkjunum?“. Vísindavefurinn. Sótt 14. október 2024.