Fara í innihald

Þrívíddargangbrautin á Ísafirði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þrívíddargangbrautin á Ísafirði er gangbraut á Hafnarstræti á Ísafirði sem hefur þann eiginleika að framkalla skynvillu þannig að hver hlutur hennar líti út fyrir að vera fljúgandi stöpull. Markmiðið með þessari tilraun var að lækka umferðarhraða, en fyrir valinu var bútur Hafnarstrætis sem gilti einstefna og 30 kílómetra hámarkshraði. Gangbrautin fékk mikla fjölmiðlaathygli á Íslandi stuttu eftir að hún var máluð í september árið 2017 en hún var þá fyrsta gangbraut sinnar tegundar á Íslandi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.