Þrír leyndardómar Fatímu
Þrír leyndardómar Fatímu eru heimsendasýnir og spádómar sem opinberuðust þremur portúgölskum smalabörnum, Lúciu Santos og frændsystkinum hennar Jacintu og Francisco Marto þegar María birtist þeim í sex skipti frá 13. maí til 13. október 1917. Sýnin er þekkt sem vor frú frá Fátima.
Samkvæmt Lúciu trúði sýnin þeim fyrir þremur leyndardómum 13. júlí 1917. Hún lýsti tveimur þeirra í skjali sem hún skrifaði árið 1941 að beiðni biskupsins José Alves Correia da Silva. Árið 1943 skrifaði hún þriðja leyndardóminn niður og lagði í umslag sem átti ekki að opna fyrr en 1960. Jóhannes Páll 2. páfi gaf leyndardóminn út árið 2000.
Leyndardómarnir segja frá martraðarkenndum heimsendasýnum. Ýmsir hafa túlkað þá sem lýsingar á helvíti, Fyrri og Síðari heimsstyrjöld og ofsókum gegn kristnum mönnum á 20. öld.