Þorlákstíðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorlákstíðir eru fornar tíðabænir, sem fram að siðskiptum voru sungnar í Skálholti á messudögum Þorláks helga. Textar eru að miklu leyti varðveittir, og þeir eru á latínu. Nótnasetningu má einnig lesa.[1][2][3] Sönghópurinn Voces Thules gaf tíðirnar út í heilu lagi á nokkrum diskum en textana á bók árið 2006.[4] Þær taka um þrjár klukkustundir í flutningi. Þorláks finnst sömuleiðis getið í fornum tíðabókum biskupsdæmisins í Niðarósi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jón Þorkelsson: Íslenzkar ártíðaskrár, bls. 146-154, Kaupmannahöfn 1893-1896.
  2. Bjarni Þorsteinsson: Íslenzk þjóðlög, bls. 76-119, Kaupmannahöfn 1906-1909.
  3. Róbert Abraham Ottósson: Sancti Thorlaci Episcopi Officia Rhytmica et Proprium Missæ in AM 241 A folio, Bibliotheca Arnamagnæana, Supplementum vol. III., Hafniæ 1959.
  4. Vefur Þjóðkirkjunnar 6. júní 2006. [1][óvirkur tengill] Skoðað 24. ágúst 2010.