Fara í innihald

Þema

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þema (eða tema) er hugtak sem vísar til uppistöðu eða meginhugmynda listaverks (eða uppákomu), m.ö.o. hugmyndakeðja sem rennur sem nokkurskonar rauður þráður í gegnum verkið og litar það vissum hughrifum. Viðfangsefni (subject) listaverks er hugtak sem grípur yfir heildarhugmynd verksins (innra eðli þess), t.d. „dauðinn“ eða „tíminn“. Þema er aftur á móti oftast skilgreint sem ytra eðli verksins, t.d. „skemmtanamenning níundaáratugsins“ eða „firring borgarlífsins“.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.