Þegiðu og syntu
Þegiðu og syntu | |
---|---|
Shut-up and swim | |
Leikstjóri | Jóhannes Jónsson |
Framleiðandi | Jóhannes Jónsson |
Leikarar |
|
Klipping | Jóhannes Jónsson |
Frumsýning | RÚV 28. júní, 2020 |
Lengd | 72. mín |
Tungumál | Íslenska |
Aldurstakmark | Leyfð öllum aldurshópum |
"Þegiðu og syntu!"[1] (en. Shut-up and swim!) er heimildarmynd[2] sem fjallar um Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur og sund hennar yfir Ermarsundið. Sigrún var fyrsta íslenska konan til að synda ein yfir Ermarsundið en auk þess hefur hún einnig synt yfir Ermarsundið þrisvar sinnum í boðsundi. Hún er jafnframt fyrsta konan til að synda svokallað Eyjasund, það er frá Vestmannaeyjaeyjum og til Landeyjasands. Myndin lýsir ótrúlegu þrekvirki hennar en sundið yfir Ermarsundið tók hana 22 klst. og 34 mín. og þar af var hún sjóveik í tæpar 7 klst. Sigrún hafði engan íþróttabakgrunn og lærði að synda skriðsund einungis þremur árum fyrr.
Heimildarmyndin inniheldur upptökur frá sjálfu sundinu þar sem fram kemur hlátur, grátur, uppköst, uppgjöf, söngur og gleði. Farið er yfir sögu hennar, þ.e. hver Sigrún er, af hverju hún fór að stunda sjósund og hvers vegna hún ákvað að synda yfir Ermarsundið. Myndin er 72 mín. að lengd.
Myndin var frumsýnd á Íslandi (28. júní 2020)[3] á RÚV en hún hefur einnig verið sýnd í ríkissjónvarpi Finnlands (5. desember 2021)[4] og Færeyja (7. mars 2023)[5]. Hægt er að skoða stiklu úr heimildarmyndinni á Youtube.
Ermarsundsfélagið The Channel Swimming & Piloting Federation veitti Sigrún verðlaun fyrir aðdáunarverðasta sund ársins 2015 (most meritorious swim of the year). Hún var jafnframt tilnefnd sem maður ársins árið 2015 hjá Vísi og Bylgjunni[6] og einnig maður ársins árið 2015 á Rás 2.[7]. Hún var síðan valin Mosfellingur ársins árið 2015 og hlaut sérstaka viðurkenningu í kjöri á íþróttamanni Mosfellsbæjar árið 2015[8].
Forseti Íslands sæmdi hana síðan riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á þjóðhátíðardag Íslendinga þann 17. júní 2020 fyrir afrek á sviði sjósunds, fyrst Íslendinga.[9]
Ritdómar
[breyta | breyta frumkóða]Merkilegast við þessa heimildarmynd um þessa ótrúlegu konu og hennar sögu var hugarfarið hennar. Hún talaði ítrekað um að hún væri að gera þetta fyrir sjálfa sig, það skipti ekki máli hversu lengi hún væri, heldur að taka þátt, hafa gaman og komast í mark. Hún væri að þessu til þess að sigra sjálfa sig en ekki fyrir verðlaunin. Hógværðin skein í gegn, engin keppni.“
— Inga Birna Ragnarsdóttir[10].
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ IMDB, Documentary (28. júní 2020), Þegiðu og syntu, ("Shut-up and swim"), sótt 28. júní 2020
- ↑ „Þegiðu og syntu“. Kvikmyndavefurinn. Sótt 12. desember 2022.
- ↑ https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2020-06-28-aeldi-a-halftima-fresti-yfir-ermarsundid
- ↑ https://areena.yle.fi/1-50874526
- ↑ https://kvf.fo/nskra/sv?date=2023-03-07
- ↑ „Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2015 - Vísir“. visir.is. Sótt 29. júlí 2019.
- ↑ „Kosning: Maður ársins 2015“. RÚV (enska). 28. desember 2015. Sótt 29. júlí 2019.
- ↑ „Sigrún Mosfellingur ársins 2015“. www.mbl.is. Sótt 29. júlí 2019.
- ↑ „Hin íslenska fálkaorða“. Forseti.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. júní 2020. Sótt 17. júní 2020.
- ↑ „Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt!“. www.vf.is. Sótt 30. nóvember 2020.