Fara í innihald

Þáskildagatíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þáskildagatíð er orðasambandið „mundi hafa...“ sem er samsett af munu í viðtengingarhætti þátíðar, hafa í nafnhætti og svo bætist aðalsögnin (t.d. fljúga) við og er í lýsingarhætti þátíðar, og yrði þá mundi hafa flogið.... Þáskildagatíð var áður fyrr talin vera tíðbeygingarmynd í málfræði. Stundum er sagt að einhver tali í þáskildagatíð og þá er átt við að viðkomandi sé að ræða um það sem hefði getað gerst en varð ekki. Þeir sem tala (eða skrifa) um pólitík eða sagnfræði í þáskildagatíð eru því að ræða (eða skrifa) um eitthvað sem hefði getað gerst, en gerðist ekki.

Þáskildagatíð er ekki talin til fyrirmyndar í málfari, enda oftast hægt að forðast hana. Árni Óla, sem skrifaði margar fróðleiksgreinar í Lesbók Morgunblaðsins um miðbik 20. aldar, skrifar á einum stað:

Hvað kunni höfundur Njálu í grammatik? Hvað vissi hann um núliðna tíð, þáliðna tíð, þáframtíð, þáskildagatíð og slík vísindi, sem nú er talið nauðsynlegt að troða í fólk á barnsaldri? Ekkert - bókstaflega ekkert. Aumingja maðurinn. Þessum fáfróða manni tókst þó að skrifa bók, sem enn er [og hér vitnar hann í niðurlagsorð í formála Guðna Jónssonar að Njálu]: „voldug og sterk í hreinleik máls og listar“. [1]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Lesbók Morgunblaðsins 1950
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.