Fara í innihald

Ýkjur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ýkjur (forngríska: ὑπερβολή, hyperbolē) eru stílbragð sem felst í að notað er öfgafullt orðalag sem ekki stenst í bókstaflegri merkingu. Ýkjur koma víða fyrir í bókmenntum allra tíma, ýmist í háði eða til áhersluauka. Eftirfarandi dæmi er úr Makbeð eftir William Shakespeare.

Fær allt haf Neptúns þvegið þetta blóð
af hendi mér? Nei, höndin sú mun fremur
blóðlita gjörvöll úthafs óradjúp,
unz allt grænt verður rautt.[1]

Mörg dæmi um ýkjur má finna í daglegu máli, til dæmis að einhver sé hvítur eins og snjór.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Makbeð 2.2, þýðing Helga Hálfdanarsonar.
  • Jakob Benediktsson (1983). Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Hyperbole“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. desember 2006.