Útvarp Saga
Útvarp Saga er íslensk talmálsstöð.
Útvarp Saga var stofnuð árið 1999. Í upphafi var dagskrá stöðvarinnar lögð undir íslenska tónlist.[1] Stefnunni var umbreytt árið 2002 þegar Útvarp Saga varð að talmálstöð.[2] Árið 2003 keypti starfsfólkið Ingvi Hrafn Jónsson, Arnþrúður Karlsdóttir, Sigurður G. Tómasson og Hallgrímur Thorsteinsson stöðina af Norðurljósum.[3] Árið 2019 stóð Arnþrúður eftir ein sem eigandi stöðvarinnar.[4]
Deilur hafa gjarnan verið í kringum Útvarp Sögu, bæði hvað varðar dagskrá og rekstur. Stöðin hefur meðal annars verið sökuð um að kynda undir andúð á útlendingum.[5] Þá hefur Útvarp Saga staðið í deilum við Póst- og fjarskiptastofnun um útsendingartíðni.[6] Árið 2019 var Arnþrúður dæmd til að greiða 3,3 milljónir auk dráttarvaxta til aðdáanda stöðvarinnar. Deilt hafði verið um hvort fjármunir sem Arnþrúður fékk hefði verið styrkur eða lán.[7]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Íslendingar erlendis geta nú hlustað á íslenska tónlist á Netinu“ - DV, 6. janúar 2000, bls. 28.
- ↑ „Vinur jólasveinsins“ - Fréttablaðið, 5. nóvember 2003, bls. 13
- ↑ „Útvarp saga á þrettándu hæð“ - Fréttablaðið, 25. október 2003, bls. 46.
- ↑ Steindór Grétar Jónsson (febrúar 2019). „Útvarp Saga í alvarlegum vanskilum“. Stundin. Sótt júní 2020.
- ↑ „Útvarp Saga: Treystir þú múslimum?“. Morgunblaðið. september 2015. Sótt júní 2020.
- ↑ Lára Ómarsdóttir (apríl 2017). „Útvarp Saga ætlar áfram að senda út á 102,1“. RÚV. Sótt júní 2020.
- ↑ Jakob Bjarnar (apríl 2019). „Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð“. Vísir. Sótt júní 2020.