Útlendingahatur
Útlit
Útlendingahatur er að vera illa við eða óttast útlendinga eða fólk sem er mjög ólíkt manni sjálfum. Útlendingahatur getur átt við ótta við fólk frá öðrum löndum, annarri menningu, öðrum menningarkima, eða fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð. Nýir innflytjendur eru oft fórnarlömb útlendingahaturs en hópar sem hafa verið í landinu í langan tíma geta líka verið fórnarlömb þess. Það er að segja að þetta fólk sé hópur sem þykir ekki hluti þjóðfélagsins. Útlendingahatur getur einnig verið óbeit á menningartáknum og áhrifum af annarri menningu. Einangrunarstefna er tengd við útlendingahatur en er ekki svo lýst.