Fara í innihald

Öxar við ána

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Öxar við ána, einnig þekkt sem þingvallasöngur, er íslenskt þjóðlag. Lagið er eftir Helga Helgason en textinn er eftir Steingrím Thorsteinsson.

Öxar við ána, árdags í ljóma,
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma,
skundum á Þingvöll og treystum vor heit.
Fram, fram, aldrei að víkja.
Fram, fram, bæði menn og fljóð.
Tengjumst tryggðaböndum,
tökum saman höndum,
stríðum, vinnum vorri þjóð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.