Örfilma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Örfisja)
Örfilmuspóla

Örfilma og örfisja eða fisja er filma sem notuð er til að geyma skjöl á smækkuðu formi til að auðvelda flutning og geymslu. Filman er ýmist samfelld spóla (örfilma) eða stök spjöld (fisja). Með filmutækni er hægt að minnka skjölin niður í um það bil 1/25 af upprunalegri stærð. Til að skoða skjölin þarf sérstaka örfilmuvél sem stækkar skjalið upp á skjá eða örfilmuprentara.

Sú hugmynd að nota ljósmyndafilmu til að varðveita skjöl kom fyrst fram um miðja 19. öld en notkun örfilmu hófst ekki fyrr en á millistríðsárunum.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.