Ölnartaugin
Útlit
Ölnartaugin er taug sem liggur nálægt ölninni (framhandleggsbeininu sem liggur milli olnbogans og litla fingurs). Hún er stærst af þeim taugum líkamans sem eru ekki í skjóli á bak við bein eða vöðva, þess vegna er nokkuð algengt að áverkar valdi taugaskaða. Ölnartaugin ítaugar litla fingur og helming baugfingurs.
Þegar maður slær svæðið aftan á olnboganum þar sem ölnartaugin er klemmist hún. Þetta veldur óþægilegri tilfinningu í framhandleggnum, litla fingri og baugfingri og minnir á raflost, þetta svæði er kallað vitlausa beinið. Vitlausa beinið er þó ekki bein, heldur svæði þar sem ölnartaugin er gjörn á að klemmast.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Hvað er vitlausa beinið?“. Vísindavefurinn.
- „Hvað er taugaklemma?“. Morgunblaðið. 6. október 2001.