Fara í innihald

Ópall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ópall í armbandi.

Ópall er steind sem er oft notuð í skartgripi.

Myndlaust afbrigði af kvarsi er inniheldur 3-13% af bundnu vatni. Léttari og mýkri en aðrir kvarssteinar. Litur ljósleitur eða mjólkurlitur, ógegnsær eða hálfgegnsær.

Í ópölum finnast stundum aðkomuefni sem geta litað þá gráa, móleita, græna eða rauða.

  • Efnasamsetning: SiO2 • nH2O
  • Kristalgerð: myndlaus (amorf)
  • Harka: 5½-6½
  • Eðlisþyngd: 1,9-2,3
  • Kleyfni: ógreinileg

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Ópall er algengur á Íslandi þá sem holu- eða sprungufylling og finnst í ólivínbasalti. Myndast í bergsprungum þar sem volgt vatn hefur runnið um steindina.

Nokkur afbrigði af ópali eru til:

Rauður ópall
  • Rauður ópall — eldópall
  • Glært afbrigði — hýalít
  • Skær litur — glossasteinar
  • Ógegnsær — venjulegur ópall
  • Hálfgegnsær með nokkrum litbrigðum — eðalópall
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.