Ópíöt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ópíöt eru efni sem örva viðtakanema á frumuhimnum mismunandi fruma sem staðsettar eru víða í miðtaugakerfinu. Þetta veldur meðal annars tilfinningaleysi, ofkælingu og slökun. Af þessum sökum eru ópíöt oft notuð sem verkjastillandi lyf. Helstu ópíötin eru morfín og heróín, en einnig má nefna kódín, metadón og petidín.

Ópíöt eru mjög vanabindandi efni sem fólk getur myndað mikið þol við. Því þurfa neytendur efnanna sífellt að auka skammtastærð til þess að ná fram sömu virkni og áður. Ófrískar konur sem taka ópíöt geta jafnframt gert barn sitt háð efninu. Eftir fæðingu þarf barnið því áfram að fá efnið til þess að fá ekki fráhvarseinkenni (sem geta verið hættuleg). Smám saman er þó hægt að minnka efnaskammtinn og að lokum hætta að gefa það.