Fara í innihald

Ólympískar lyftingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólympískar lyftingar (enska: weightlifting) er styrktaríþrótt íþróttamanna sem lyfta lóðum frá jörðu að höfði, með markmiðinu að lyfta þyngstu lóðunum. Íþróttamenn keppa í tveimur flokkum, Jafnhendingu og Snörun. Snörun er lyfting lóðs með útrétta arma. Jafnhending er tvíþætt hreyfing, þar sem lóðinu er lyft að öxlum í frívendingu og síðan frá öxlum upp yfir höfuð í jafnhöttun.

Keppnisgreinar

[breyta | breyta frumkóða]

Jafnhending (e. clean & jerk) er þegar stöng er lyft í tveimur hreyfingum upp fyrir höfuð. Fyrri hreyfingin er frívending og síðari hreyfingin er jafnhöttun. Frívending (e. clean) er þegar stöng er lyft frá gólfi upp að öxlum í einni samfelldri hreyfingu þar sem viðkomandi beygir sig undir stöngina á réttu augnabliki og stendur upp en stöngin hvílir á brjóstkassa og/eða bognum örmum í lokin. Jafnhöttun (e. jerk) er þegar stöng er lyft í einni samfelldri hreyfingu frá öxlum eða brjóstkassa með bogna arma upp fyrir höfuð, með því að beygja sig í hnjánum og rétta ásamt því að rétta úr örmum í einni samfelldri hreyfingu og ljúka lyftunni í jafnvægi með útrétta arma og stöngina fyrir ofan höfuð.

Snörun (e. snatch) er þegar stöng er lyft með útrétta arma frá gólfi og upp fyrir höfuð í einni samfelldri hreyfingu með því að toga í stöngina og beygja sig undir hana á réttu augnabliki.

Þyngdarflokkar

[breyta | breyta frumkóða]

Þyngdarflokkar (e. bodyweight categories) eru skilgreindir af Alþjóða Lyftingasambandinu.

Keppt er í 8 flokkum í Karlaflokki: 56 kg, 62 kg, 69 kg, 77 kg, 85 kg, 94 kg, 105 kg, +105 kg.

Keppt er í 7 flokkum í Kvennaflokki: 48 kg, 53 kg, 58 kg, 63 kg, 69 kg, 75 kg, +75 kg

Keppnir um að lyfta sem mestum þyngslum hafa verið haldnar snemma í siðmenningunni, með þær elstu frá Egyptalandi, Kína, Indlandi og Forn-Grikklandi.[1][2]

Keppt var í Ólympískum Lyftingum á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum árið 1896.

Frekari heimsmeistarakeppnir í lyftingum voru haldnar 1898 í Austurríki,[3] 1899 í Mílan og 1903 í París.[4] Alþjóða Lyftingasambandið var stofnað 1905.[5]

Fyrstu Íslendingarnir í lyftingakeppni erlendis voru á Norðurlandameistaramótinu 1967.[6] Lyftingasamband Íslands stofnað 27. Janúar 1973.

  1. „Lift Up, History of Olympic Weightlifting“. chidlovski.net. Sótt 4 nóvember 2022.
  2. „Ancient Egyptian Sport“.
  3. chidlovski (17 apríl 2019). „Wilhelm Turk: World Champion (1898)“. CHIDLOVSKI БЛОГ ШИДЛОВСКОГО. Sótt 25 janúar 2023.
  4. chidlovski (27 apríl 2019). „Sergey Eliseev and Georg Hackenschmidt: Early World Class Weightlifters From the Russian Empire“. CHIDLOVSKI БЛОГ ШИДЛОВСКОГО. Sótt 25 janúar 2023.
  5. „Weightlifting History“. International Weightlifting Federation (bandarísk enska). Sótt 25 janúar 2023.
  6. „Saga Lyftinga á Íslandi“. Lyftingasamband Íslands. 4. júní 2012.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.