Ólympískar lyftingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólympískar lyftingar (enska: weightlifting) skiptast í Jafnhendingu og Snörun.

Jafnhending (e. clean & jerk) er þegar stöng er lyft í tveimur hreyfingum upp fyrir höfuð. Fyrri hreyfingin er frívending og síðari hreyfingin er jafnhöttun.

Frívending (e. clean) er þegar stöng er lyft frá gólfi upp að öxlum í einni samfelldri hreyfingu þar sem viðkomandi beygir sig undir stöngina á réttu augnabliki og stendur upp en stöngin hvílir á brjóstkassa og/eða bognum örmum í lokin.

Jafnhöttun (e. jerk) er þegar stöng er lyft í einni samfelldri hreyfingu frá öxlum eða brjóstkassa með bogna arma upp fyrir höfuð, með því að beygja sig í hnjánum og rétta ásamt því að rétta úr örmum í einni samfelldri hreyfingu og ljúka lyftunni í jafnvægi með útrétta arma og stöngina fyrir ofan höfuð.

Snörun (e. snatch) er þegar stöng er lyft með útrétta arma frá gólfi og upp fyrir höfuð í einni samfelldri hreyfingu með því að toga í stöngina og beygja sig undir hana á réttu augnabliki.

Þyndarflokkar (e. bodyweight categories) eru skilgreindir af Alþjóða Lyftingasambandinu.

Keppt er í 8 flokkum í Karlaflokki: 56 kg, 62 kg, 69 kg, 77 kg, 85 kg, 94 kg, 105 kg, +105 kg.

Keppt er í 7 flokkum í Kvennaflokki: 48 kg, 53 kg, 58 kg, 63 kg, 69 kg, 75 kg, +75 kg

Keppt var í Ólympískum Lyftingum á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum árið 1896.

Alþjóða Lyftingasambandið var stofnað 1905 www.iwf.net

Lyftingasamband Íslands stofnað 27. Janúar 1973 www.lsi.is