Fara í innihald

Alkenar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ólefín)
Efnabygging etens, minnsta alkensins.
Efnabygging etens, minnsta alkensins.

Alkenar eru, í lífrænni efnafræði, ómettuð efnasambönd með minnst eitt tvítengi á milli kolefnisatóma.

Hugtakið er oft notað í sömu merkingu og ólefín, þ.e. kolvetni sem innihalda eitt eða fleiri tvítengi. IUPAC hefur hins vegar mælt með að nota hugtakið alken engöngu yfir hringlaus kolvetni með sem innihalda eitt tvítengi, alkadíen ef tvítengin eru tvö, alkatríen ef þau eru þrjú, o.s.frv.. Hringlaga alkenar fá þá einnig forskeytið sýkló-. „Olefín“ væri þá notað sem almennt heiti yfir allan flokkinn.

Alkenar sem innihalda aðeins eitt tvítengi hafa almennu efnaformúluna CnH2n þar sem n er 2 eða meira. C táknar kolefni og H vetni.

Einfaldasta dæmið um alkena er eten (etýlen) (C2H4), sem má skrifa sem H2C=CH2 þar sem = táknar tvítengið.

Alkenar eru almennt séð litlaus óskautuð efnasambönd og eru minnstu alkenarnir á gasformi við stofuhita.

Arómatar eru oft teiknaðir sem hringlaga alkenar en bygging þeirra og eiginleikar eru það frábrugðin alkenum að þeir eru ekki flokkaðir með.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.