Ólafur Stolzenwald
Útlit
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Fæddur 8. október 1961. Hóf tónlistarnám um tvítugt í Tónlistarskóla Rangæinga. Stundaði nám í tónlistarskóla FÍH á árunum 1980-1985, með áherslu á rafmagnsbassa. Einnig einkatímar hjá Tómasi R. Einarssyni og Jóni Páli Bjarnasyni í nokkra vetur.
Ólafur hefur komið fram með helstu jassleikurum landsins síðustu tvo áratugina: á tónleikum, jasshátíðum og við önnur tækifæri.
Einnig hefur hann haldið úti sínum hljómsveitum og verið meðlimur m.a. í Póstberunum, tríó Lasúr, Kvartett Q, Bebop Galeiðunni sem hafa komið víða fram undanfarin ár. Póstberaranir fluttu meðal annars verkefnið Tóneyra Megasar sem er tónlist meistarans í djassbúningi.