Ógnir í lofti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bob Moran Nr. 5

Ógnir í lofti er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

"Þrumurnar", - nýtízkuflugvélar í eigu brezks flugfélags - virðast vera í ofboðslegum álögum. Hver á eftir annarri farast þær einhvers staðar á leið sinni til Indlands og valda dauða fjölda manns. Eru þessi slys að kenna vankunnáttu siglingafræðinga, tæknileg missmíði á vélunum eða þá skemmdarverkum? Breska flugfélagið, sem hefur látið smíða vélarnar, er í þann veginn að neyðast til þess að taka þær úr umferð, þegar Bob Moran kemur til skjalanna. - Saklausar umræður á kaffistofu við eina af breiðgötum Parísar leiða til ferðar vinar vors til Aden, - sem kölluð er Gíbraltar hinna nálægri Austurlanda - og þar kemst hann undir eins í kast við layndarsómsfullan flokk harðvítugra bófa og ævintýramanna. - Og þarna lendir Bob í háskalegum ævintýrum. - En tekst honum að svipta hulunni af þessum grunsamlegu slysum, sem henda "þrumurnar"? - Í þetta skipti gerist nokkur hluti af ævintýrum hans þarna eystra í háloftunum. En allir vita, að enda þótt Moran yfirforingi sé enginn engill, er dvölin þar uppi honum jafneiginleg og sjórinn er fiskunum.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Bob Moran, Bill Ballantine, Prófessor Aristide Clairembart, Samúel Lefton, George Lester, Jerome Binderley

Sögusvið[breyta | breyta frumkóða]

París, Frakkland - Aden, Jemen - París, Frakkland

Bókfræði[breyta | breyta frumkóða]

  • Titill: Ógnir í lofti
  • Undirtitill: Æsispennandi drengjabók um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Panique dans le ciel
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1954
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson ?
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1962