Víðerni
Útlit
(Endurbeint frá Óbyggt víðerni)
Víðerni er náttúrulegt umhverfi á Jörðinni sem ekki hefur orðið fyrir umtalsverðum breytingum vegna athafna mannsins. Víða í heiminum er leitast við að varðveita þau víðerni sem eftir eru með því að takmarka athafnir manna þar með lögum.
Í íslenskum lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 er „óbyggt víðerni“ skilgreint sem svæði í óbyggðum sem er að jafnaði a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja og í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og uppbyggðum vegum.[1]