Fara í innihald

Íslenska vefstofan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslenska vefstofan var íslenskt veffyrirtæki, stofnað árið 1998. Árið 1997 seldu eigendur IO-InterOrgan-fyrirtækið til Íslensku auglýsingastofunnar. Nafninu var haldið þar til eftir að (fyrrum eigendur) Bragi Halldórsson og Gunnar Grímsson hættu þar störfum á árinu 1998 eða 1999. Síðar var eigendum fjölgað, meðal komu Flugleiðir og Síminn inn sem eigendur. Þá fékk fyrirtækið nafnið Íslenska vefstofan.

Árið 2000 úthýstu Flugleiðir tölvudeild sinni og stofnaði Skyggni annars vegar og fjórir starfsmenn vefþróunar höfu störf hjá Íslensku vefstofunni. Um það bil ári eftir stofnun var Skíma, veffyrirtæki Símans, innlimað í Íslensku vefstofuna gegn hluta í félaginu.

Helstu verkefni Íslensku vefstofunnar voru fyrir þessa tvo eigendur fyrirtækisins framan af auk fjölda annarra verkefna tengt smærri viðskiptavinum. Eftir víðfrægt gagnatap vegna tölvubilunar árið 2003 sameinuðust Íslenska vefstofan og Origo undir merkjum þess síðarnefnda.