Íslenska alfræðiorðabókin A–Ö

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslenska Alfræðiorðabókin
ISBN9979-55-000-7

Íslenska alfræðiorðabókin A–Ö er alfræðirit á íslensku, sem gefið var út árið 1990 af bókaútgáfunni Erni og Örlygi. Bókin er í þremur bindum, inniheldur um 37.000 efnisorð og 4.500 teikningar og kort, og er jafnframt fyrsta íslenska alfræðiritið, almenns umfangs sem samið er fyrir fullorðna lesendur.[1] Ritstjórar voru Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Önnur prentun var gerð 1992.

Bókin er byggð á danska alfræðiritinu Fakta, Gyldendals etbinds leksikon sem gefið var út 1988.[2] Samningar um útgáfuna tókust 1987 og upphaflega stóð til að alfræðiorðabókin kæmi út samhliða dönsku útgáfunni.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fyrsta alfræðiorðabókin á íslensku“; grein í Degi 1991
  2. Dóra Hafsteinsdóttir; Sigríður Harðardóttir (2001). „Íslenska alfræðiorðabókin: Lýsing á viðamiklu orðabókarverkefni“. Orð og tunga. 5: 13.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.