Íslenska alfræðiorðabókin A-Ö

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Íslenska Alfræðiorðabókin
Höfundur
ISBN9979-55-000-7

Íslenska alfræðiorðabókin A-Ö er alfræðirit á íslensku, sem gefið var út árið 1990 af bókaútgáfunni Erni og Örlygi. Bókin er í þremur bindum, inniheldur um 37.000 efnisorð og 4.500 teikningar og kort, og er jafnframt fyrsta íslenska alfræðiritið, almenns umfangs sem samið er fyrir fullorðna lesendur. Ritstjórar voru Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Önnur prentun var gerð 1992.

Bókin er byggð á danska alfræðiritinu Fakta, Gyldendals etbinds leksikon sem gefið var út 1988.[1] Samningar um útgáfuna tókust 1987 og upphaflega stóð til að alfræðiorðabókin kæmi út samhliða dönsku útgáfunni.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.ismennt.is/vefir/malbjorg/kafli9.htm

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.