Íslensk nýsköpun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldur er aðeins talað um nýsköpun þegar hugmyndinni eða endurbótinni hefur verið hrint í framkvæmd.


Skilgreiningar[breyta | breyta frumkóða]

Frumkvöðull er sá sem stofnar fyrirtæki til að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmynd. Frumkvöðull er sá einstaklingur sem er ekki aðeins tilbúinn í að taka fjárhagslega áhættu heldur einnig að vera tilbúinn í að fórna sér tímalega séð. Frumkvöðull þarf því að vera tilbúinn í að eyða 5 til 7 árum í erfiða uppbyggingu á sínu sprotafyrirtæki og taka þar með fjárhagslega áhættu í leiðinni.

Sprotafyrirtæki er fyrirtæki sem einn eða fleiri frumkvöðlar stofna til. Einnig geta þessi sprotafyrirtæki sprottið upp úr rannsókna- eða þróunarverkefni háskóla, rannsóknarstofnana, annarra fyrirtækja.

Vefsíður um nýsköpun[breyta | breyta frumkóða]

- Vefur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Geymt 2018-06-22 í Wayback Machine

- Vefur Fjármála- og efnahagsráðuneytisins um nýsköpun hjá hinu opinbera[óvirkur tengill]

- Vefur um samfélagslega nýsköpun Geymt 2018-10-27 í Wayback Machine

[]