Ævintýri Jóns og Gvendar
Útlit
Ævintýri Jóns og Gvendar er íslensk stuttmynd frá árinu 1923. Hún er fyrsta íslenska kvikmyndin sem talist getur alíslensk. Ástæða þess að hún er talin vera fyrst er vegna þess að hún er samin, framleidd og henni leikstýrt af íslendingi, en hið þríeina verk vann Loftur Guðmundsson. Hann samdi ævintýrið sem stuttmynd og hafði bandarískar gamanmyndir sem fyrirmynd. Ævintýri Jóns og Gvendar var frumsýnd í Nýja bíói þann 17. júní árið 1923.
Í myndinni léku nokkrir þekktir leikhúsleikarar þess tíma en aðalhlutverkin léku Tryggvi Magnússon og Eiríkur Beck. Myndin er því miður að mestu glötuð en tveggja mínútna brot er varðveitt í Kvikmyndasafni Íslands.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Þegar Loftur byrjaði að mynda; grein í Morgunblaðinu 1935
- Erfitt grín; grein í Morgunblaðinu 2002
- Árin tólf fyrir daga Sjónvarps og Kvikmyndasjóðs; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1995
Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.