Fara í innihald

Ærsladraugur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frásögn um ærsladraug í Alsír í frönsku tímariti frá 1911.

Ærsladraugur er draugur sem veldur ýmis konar ónæði með óhljóðum, eða með því að hreyfa hluti. Í sögum af ærsladraugum eru þeir oft sagðir klípa og bíta fólk, hrinda fólki, henda litlum hlutum, skella hurðum, valda íkveikjum og trufla rafmagnstæki. Þeir hafa líka verið tengdir við óútskýrða ólykt. Ærsladraugar eru oftast sagðir fylgja fólki fremur en tilteknum stöðum. Sögur um drauga sem svipar til ærsladrauga er að finna í þjóðtrú frá fornu fari. Ærsladraugurinn var upphaflega íslensk þýðing á leikriti Noël Coward, Blithe Spirit, en var síðar notað sem þýðing á þýska orðinu poltergeist.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.