Ægishjálmur
Útlit
Ægishjálmur er gamall íslenskur galdrastafur sem er til í fjölmörgum gerðum og útgáfum. Ægishjálmurinn er öflugur varnarstafur, bæði gegn öllu illu og einnig örugg vörn gegn reiði og yfirgangi höfðingja. Honum fylgir svohljóðandi formáli:
- Fjón þvæ ég af mér
- fjanda minna
- rán og reiði
- ríkra manna.
Ægishjálmurinn hefur verið merki Strandasýslu frá Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930, sem haldin var í tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis. Fyrir þá hátíð teiknaði Strandamaðurinn Tryggvi Magnússon drög að öllum sýslumerkjunum.
Stafurinn er oft notaður í húðflúr, eins og fleiri galdrastafir.