Åge Hareide

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hareide.

Åge Fridtjof Hareide (f. 23. september 1953) er norskur knattspyrnuþjálfari og fyrrum knattspyrnumaður. Hann er núverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Sem leikmaður spilaði hann fyrir Hødd, Molde, Manchester City og Norwich City.

Hann hefur þjálfað ýmis félagslið og norska og danska landsliðið. Hareide hefur unnið titla í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.