Ásvallalaug
Útlit
Ásvallalaug er íslensk sundhöll sem opnaði 6. september 2008 í Vallarhverfi í Hafnarfirði. Sundhöllin er sú stærsta á landinu eða um 6.000 m² og þar er aðstaða fyrir heilsurækt í 600 m² sal, sem er samhliða sundhöllinni.[1]
Sundhöllin skartar 50 metra sundlaug og vatnsrennibraut og fjórum heitum pottum. Þar er einnig stórar barna- og vaðlaugar, kennslulaugar og gert er ráð fyrir 25 metra útisundlaug. Einnig er boðið upp á aðstöðu til að fara í sólbað og eimbað. Líkamsræktarstöð og kaffihús eru einnig í húsinu.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- [1] á www.sundlaugum.is